top of page

Kennsluefni

Þegar kemur að því að finna efni fyrir kennslustundina þína þá er hægt að fá efni á iPad sem að hentar fyrir öll fög sem þú kennir og allt sem nemendur vilja læra. Til er heill heimur af smáforritum, gagnvirkum kennslubókum og videóum sem að ná yfir öll námsfög og námsstig. Í App store er auðvelt að finna það sem til þarf. 

Efni varpað á skjávarpa

Afrakstur verkefna er hægt að varpa á skjávarpa kennslustofunnar. Nemendur geta kynnt verkefni sín fyrir samnemendum sínum beint af iPad. Leiðbeiningar um hvernig iPad er tengdur þráðlaust við skjávarpa má sjá hér. Einnig er hægt að tengja iPad við skjávarpa með réttu snúrunni, sjá hér.  

iPad í námi

iPad er í uppáhaldi hjá mörgum kennurum og nemendum. Kennarar eiga auðveldara með að fanga athygli nemanda og nemendum þykir námsefnið nú skemmtilegra en nokkru sinni fyrr. Tækið bíður upp á óendanlega möguleika þegar kemur að kennslu. Hægt er að sérsníða kennsluna að þörfum hvers nemanda með öppum og bókum sem að henta þeim nemanda. 

Flippuð kennsla

Flippuð kennsla (e. flipped classroom) felur í sér að hlutverki kennara og nemenda er víxlað. Í stað þess að kennslustundin fari í langa og þurra fyrirlestra horfa nemendur á kennsluefni heima frá kennurum í formi myndbanda, teikninga, glæra o.s.frv., hver bútur er þó ekki lengri en 5-10 mínútur. Þegar nemendur mæta í kennslustund eru þeir undirbúnir og hefjast handa við verkefnavinnu. 

bottom of page