top of page

AirServer frítt fyrir skóla

Í öllu skólastarfi kemur að því að okkur langar til að sýna efni upp á töflu. Þetta geta verið verkefni nemenda, upptökur eða öpp. Ef það er skjávarpi í stofunni er hægt að tengja iPad við skjávarpann með þar til gerðu millistykki. Hinsvegar ef það er þráðlaust net til staðar þá er hægt að varpa skjánum af iPadnum yfir á Mac eða PC tölvu sem er svo tengd við skjávarpann með forritinu AirServer. Þannig er hægt að vera laus við allar snúrur og gerir kennaranum mögulegt að geta hreyft sig í kennslustofunni með iPad í höndunum og snögglega varpað efni upp á skjáinn. AirServer hefur svo sannarlega slegið í gegn í skólakerfinu og eru skólar um víða veröld að nota forritið enda veitir það möguleika á að nota þann búnað sem er fyrir í skólastofunni til að styðja við iPad í kennslu. Einnig geta nemendur á fljótlegan hátt sýnt verkefnin sín og skoðað hjá hvort öðru án þess að þurfa að koma upp og tengja sig við snúru, skrá sig inn á kerfið o.s.frv.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

AirServer forritið er kærkomin viðbót við kennsluumhverfi með iPad og auðveldar allt flæði kennslustundarinnar með þægilegu og auðveldu viðmóti. Með forritinu er meðal annars hægt að:

  • Varpa skjánum af iPad eða iPhone á HDMI eða VGA skjá, snjalltöflu eða sjónvarp í gegnum Mac eða PC vél.

  • Fylla út í allan skjáinn

  • Breyta myndstillingum (skerpu, lýsingu, litum)

  • Lykilorða stillingar

  • Hægt að hafa margar tengingar í gangi á sama tíma.

 

Air server forritið er sett saman af hugbúnaðarhúsinu App dynamics sem er með höfuðstöðvar sínar í Kópavogi. Til að hjálpa til að styðja við innleiðingu á nýrri tækni í skólum landsins hefuf fyrirtækið ákveðið að gefa öllum skólum landsins forritið AirServer til notkunnar.

 

Það eina sem þarf að gera er að senda þeim póst í gegnum vefsíðuna þeirra, segja hvaða skóli er að biðja um leyfin og hversu mörg leyfi er óskað eftir. Hér er hægt að hafa sambandVið þökkum App Dynamic kærlega fyrir þetta frábæra framlag þeirra og vonum að sem flestir skólar geti nýtt sér þetta.

 

 

 

 

 

bottom of page