Apple Configurator: Umsjón með iPad
Apple Configurator er forrit sem auðveldar stýringu, stjórnun og umsjón á iPhone, iPad og iPod touch í skólum, fyrirtækjum eða stofnunum. Þrjú einföld verkferli undirbúa iOS tækin á fljótlegan hátt svo þau séu tilbúin til notkunnar með réttum stillingum og forritum. Þetta kemur sér mjög vel t.d. þegar verið er að setja sömu forrit og stillingar á fjölda tækja. Á sama hátt er hægt að uppfæra allt að 30 tæki í einu á mjög fljótlegan hátt, breyta stillingum eða setja inn ný forrit fyrir nemendur eða starfsmenn.
Það er líka hægt að nota Apple Configurator til að setja upp ný tæki, setja inn nauðsynleg forrit og setja reglur fyrir hvert tækið með MDM lausn (Mobile Device Management) í umsjá kerfisstjóra. Apple Configurator hentar vel fyrir kennslustofuna og þar sem þarf að vera hægt að uppfæra fjölda tækja á fljótlegan hátt með réttum stillingum, samþykktum reglum, forritum og upplýsingum. Það er einnig hægt að nota Apple Configurator til að setja inn persónulegar stillingar inn á hvert tæki samhliða því sem á að vera á öllum tækjunum.
Verkferlarnir þrír:
Undirbúningur
-
Stillingar fyrir allt að 30 tæki í einu
-
Hægt að uppfæra þau í nýjustu útgáfu af stýrikerfinu (öryggisvarnir o.fl.)
-
Býr til og geymir afrit af stillingum og upplýsingum frá einu tæki til annars.
-
Tekur öryggisafrit
-
Velur stillingar og smáforrit sem eiga að fara frá einu tæki til annars.*
-
Setur inn stillingar og skráningu fyrir MDM lausnir
Umsjón
-
Hægt að skipuleggja tækin í mismunandi grúppur.
-
Setja algengar stillingar inn sjálfvirkt
-
Enduruppsetja tæki eftir fyrri stillingum
-
Taka út notendaupplýsingar
-
Bæta við smáforritum*
-
Setja hömlur á tengingu tækja við aðrar tölvur
Úthlutun
-
Bæta við notendum og grúppum eða tengja við Open Directory eða Active Directory
-
Aftengja notanda frá tæki eða endurstilla notandaupplýsingar á tæki
-
Innflutningur og útflutningur á skjölum á milli tölvu og Apple Configurator
-
Samstilling skjala á milli úthlutaðra tækja og Apple Configurator
Hægt er að sækja Apple Configurator með því að smella hér [slideshow]
* Uppsetning á keyptum smáforritum úr App Store krefst leyfiskóða úr Volume Purchase Program fyrir skóla eða fyrirtæki. Volume Purchase Program er ekki aðgengilegt á Íslandi enn sem komið er.